stúlkan léttmeti23.4.03
 
fór loksins á síðuna afstaða.net til að kanna hvaða flokki ég tilheyri mest. þar kom fátt á óvart, þótt ég skilji ekki alveg af hverju ég er svona frjálslynd... ég er til dæmis ekki sammála þeim um þeirra aðalstefnumál, þe sjávarútvegsmálin, þar sem ég er ekki fylgjandi sóknardagakerfi. en, svona til að vera í stíl við alla þá bloggara sem ég hlekkja hér á birti ég hér með niðurstöðurnar mínar:
u = 77%
f = 44%
s = 31%
b = 23%
d = 8%


::: posted by anna at 15:40

15.4.03
 
mæli með kappræðum í hraunholti, hafnarfirði á morgun miðvikudag, kl: 20:00. þar eigumst ég og kolbeinn proppé við tvo frambjóðendur frá hverjum flokki úr kraganum. umræðuefnin verða menntamál og verkefni framtíðarinnar. einhver skemmtiatriði verða líka inn á milli. þannig að þetta verður pólitísk skemmtun, hver getur beðið um eitthvað betra?

::: posted by anna at 17:05

9.4.03
 
ég fann frábæra skemmtilesningu á förnum vegi daginn sem leið. þetta var rit frá framsóknarflokknum þar sem tíunduð voru öll loforð flokksins fyrir næstu kosningar. ritið var einstaklega þykkt, og kenndi ýmissa grasa í innihaldi þess... auðvitað allt misfyndið, en þó komu nokkrir mjög góðir brandarar inni á milli.
sérstaklega fundust mér fyndnir punktarnir sem voru undir fyrirsögninni "ísland fyrirmynd í umhverfismálum". þar voru meðal annars yfirlýsingar um vilja til að vinna rammaáætlunina góðu um verndun náttúruauðlinda, sem framsóknarflokkurinn var ekki tilbúinn að bíða eftir, til að komast að niðurstöðu um hvort kárahnjúkasvæðið væri ekki eitt af þessum náttúruauðlindum sem átti að vernda. enn fremur eru loforð flokksins um að stofna þjóðgarð norðan vatnajökuls sem vernda vatnasvið jölkulsár á fjöllum hlægileg, og gaman verður að sjá hvort þetta verður efnt ef vanta mun vatn í kárahnjúkalón einhvern daginn.
undir fyrirsögninni "réttlátara skattakerfi" fjallaði nánast 15 prósent textans um að kanna beri kost þess að fella niður viðisaukaskatt á barnafötum. þetta er auðvitað verðugur punktur, en vekur einnig upp spurningar um hvort niðurfelling á þessum sköttum sé réttasta og beinasta leiðin til að bæta hag barnafjölskyldna. nú er ég einungis stúlka og á ekki barn, en ég get ímyndað mér að þær fjölskyldur sem eru allra verst settar séu ekki mikið að fjárfesta í barnafötum, hvort sem virðisaukaskatturinn á þeim er 35% eða 7%.
í riti þessu var einnig talað um að allir grunnskólar, framhaldsskólar og ríkisreknir háskólar ættu að vera ókeypis. þetta er allt mjög gott og blessað, en ég get ekki séð af hverju allir þessir skólar eigi að vera ókeypis, ef leikskólinn er það ekki. hagur þeirra með börn á grunn- og framhaldsskólaaldir, sem eru búnir að koma sér ágætlega fyrir er hér tryggður að einhverju leyti, og þeir sem eiga minnstu börnin og eru oftar en ekki að berjast fyrir að koma undir sig fótunum í atvinnulífinu... þeir fá að kaupa ódýrari föt.
það væri auðvitað mjög gott ef framsóknarflokkurinn myndi kúvenda stefnu sinni hingað til, og hrinda í framkvæmd öllum þessum loforðum þeirra um náttúruvernd og bættan hag fólksins. ég held samt að hann muni ekki gera það... svona miðað við aldur og fyrri störf.

::: posted by anna at 09:29

3.4.03
 
Jóhanna Magnúsdóttir. Þú hefur kynnt þér umhverfismál af lífi og sál og
skilur til fulls gildi þess að vera vistvæn(n).


Taktu "Hvaða frambjóðandi Vinstri - grænna ert þú" prófið::: posted by anna at 10:49

1.4.03
 
ég lenti í því að horfa á forsætisráðherra vorn á stöð 2 á sunnudagskvöldið. þar var hann tekinn á beinið af róberti nokkrum marshall, svo illilega að ég og aðrir fjölskyldumeðlimir fórum í kerfi... grey róbert, hann á örugglega eftir að fá nokkur hótunarsímtöl þangað til að hann mun láta af störfum hjá stöð tvö. (gaman líka að skjóta því inn að róbert marshall var formaður verðandi, félags ungra allaballa, einhvern tíman í fyrndinni).
eitt af því marga sem sló mig í málflutningi forsætisráðherra var í sambandi við lækkun skatta og allt það góða sem leiðir af slíkri lækkun. þar nefndi hann þann frábæra kost skattalækkana að vinnugleði landsmanna myndi aukast. þess vegna ætla ég að fjalla aðeins um vinnugleði íslendinga.


það er staðreynd að fáar þjóðir vinna fleiri stundir á viku en við íslendingar. þrátt fyrir að lög segi til um 40 stunda vinnuviku, vita allir þeir sem búa innan um annað fólk að þessi venjulegi íslendingur vinnur meira en 40 stundir á viku. einnig þekkjast varla dæmi í heiminum þar sem ellilífeyrisaldurinn er jafn hár og hér. í þessu ljósi leyfi ég mér að efast um ágæti þess að vinnugleði landsmanna aukist enn frekar.
töluverð vandamál fylgja þessari gríðarlegu vinnudýrkun sem er á þessu landi. til dæmis hefur fólk í svo mikilli vinnu lítinn sem engan tíma til að sinna börnum sínum, sem eru þá í meiri áhættuhóp til að lenda í rugli. þetta þýðir líka að fólkið slítur sér út í vinnu, sem kemur auðvitað beint fram í auknum kosnaði í heilbrigðiskerfinu.
það eru líka takmörk fyrir því hvað fólk getur þolað á hverjum degi, og miklar líkur á að 2 manneskjur sem vinna 45 tíma á viku skili minni afköstum en t.d. 3 manneskjur sem vinna 30 tíma á viku, þótt unnar vinnustundir séu jafn margar (ég geri mér grein fyrir að þetta dæmi er nokkuð öfgakennt og ég vil því ítreka að ég er ekki að berjast fyrir 30 stunda vinnuviku, bara að koma fram punkti!).
í síðustu samningum næstum allra stétta voru ákvæði um að vinnutími myndi aukast í samræmi við aukningu launa. þetta er þvert á þá þróun sem hefur verið á undanförnum árum í öðrum löndum evrópu. sem dæmi má nefna lög sem tóku gildi í frakklandi áramótin 2001-2002, þar sem kveðið var á um 35 stunda vinnuviku.
ég held að öllum sé ljóst að hættulegt sé ef vinnugleði landsmanna aukist enn frekar. þess vegna held ég að það sé betra að berjast fyrir minna vinnuálagi en að vegsama aukna vinnugleði.

::: posted by anna at 16:42

léttmeti
ásta
dagur
dögg
mummi
hafdís
halla
halla
himmi
inga
klúbburinn
sigurgeir
sædís
sölvi
tobbi
tóta
ugla