stúlkan léttmeti31.5.03
 
ókei, þetta er besti tími lífs míns til að skrifa eitthvað skemmtilegt um ekki neitt. fók hefur verið að koma til mín og kvarta yfir bloggleti af minni hálfu. ég vísa þessum ásökunum alfarið á bug og kenni þessu bloggleysi alfarið á fjölskyldu mína sem hefur ekki ákveðið að leggja fram fjármagn í tölvukaup. þannig að þetta er opinber yfirlýsing þess efnis að ég mun reyna að halda uppi ofur-bloggi næstu vikur og mánuði, þrátt fyrir að ég sé tölvuleysingi.
ég bendi á bankareikning minn 306-26-135314 fyrir fólk sem vill styrkja mig í tölvukaupum.


::: posted by anna at 02:34

30.5.03
 
það er eitt sem veldur mér töluverðu hugarangri.
eins og líklega allir íslendingar er ég júróvisjónaðdáandi og fékk gæsahúð og gleðihroll þegar ég sá hana birgittu mínu haukdal á sviðinu í riga. mikið bar hún af öllum hinum keppendunum á öllum sviðum. hún var svo sviðsörugg, smekklega klædd (amk miðað við venjulega) og svo söng hún líka bara djöfull öruggt og mjög hreint miðað við allt og allt.
sem framhald af þessari lofræðu minni um birgittu haukdal, ætla ég að taka daginn með trompi og koma líka út úr skápnum með írafárást mína. mér finnst írafár vera besta sveitaballahljómsveit íslands, mér finnst hún jafnvel bera af sveitaballahljómsveitum amk síðustu 5 ára. mér finnst lögin skemmtileg, birgitta góð og strengjaútsetningarnar brilljant.
en ég vorkenni töluvert írafár. drengirnir sem skipa "restina" af hljómsveitinni hafa gert birgittu nokkurn veginn að því sem hún er. með slyngum tónsmíðum og góðu bíti hefur hún fengið að njóta sín. þegar júróvisjón kom til byrjaði birgitta á því að vera einyrki á þeim miðum. síðan drógust drengirnir inn í þetta og enduðu með henni á sviðinu í riga.
og hvað fengu þeir svo upp úr þessu?
núna í tvær vikur hafa böll með írafár ekki verið auglýst sem slík. nú er það birgitta haukdal og írafár sem troða saman upp.
enn ein sönnunin um að lífið sé óréttlátt.

::: posted by anna at 08:21

28.5.03
 
vegna ítrekaðra ásakana sem ég hef orðið fyrir á förnum vegi vil ég biðja lesendur að sýna biðlund vegna bloggleysis míns. þetta bloggleysi er ekki bloggleti en málið er að ég á ekki tölvu, sem gerir mér mjög erfitt fyrir að blogga.

halldór, ég elska þig...
...vegna þess að þú brosir svo fallega í sjónvarpinu.
...vegna þess að þú vilt stundum vera svo góður við alla í kringum þig, sama hvoru megin við þig þeir eru.
...vegna þess að þegar þú átt undir högg að sækja taka vinir þínir upp á að setja á sig barrmerki til að auglýsa að þeir séu vinir þínir.
...vegna þess að loksins, eftir 12 ár og mikla seiglu, ert þú að fá það sem þig hefur alltaf langað í.
...vegna þess að þú hagar þér af stóískri ró, nema kannski þegar fólk fer að segja að stjúppabbi þinn sé latur.
...vegna þess að þú reynir svo mikið að vera stórlax, þótt þér takist það ekki.

ég bið fólk endilega að hjálpa mér að muna af hverju ég elska halldór á kommentakerfinu!

::: posted by anna at 08:26

7.5.03
 
óvænt gafst mér tóm til að gera mér ferð um heima bloggsins í dag, þar sem fyrir misskilning mætti ég í próf kl. 9 sem er í alvörunni kl. 11 (sem betur fer var það ekki öfugt). þar komst ég að því að félagar mínir frammhaldsskólabloggararnir hafa verið að blogga, þrátt fyrir prófaannir (ég sem hélt að það væri nánast bannað). þar sem ég hef heldur vanrækt léttmetispartinn sem ég hef lofað með fyrirsögn bloggsins, ætla ég að ræða um pólitískt léttmeti í sinni hreinustu mynd, að ég tel... örlítið í stíl við fyrstu færsluna mína á þessa síðu.

stjórnmálaflokkarnir hafa, samkvæmt útreikningum VG, eytt mjög mismiklu í auglýsingar. þar trónir framsókn á toppnum, og skal engan undra þar sem auglýsingar þeirra hafa bókstaflega tröllriðið okkar kapítalíska samfélagi. en hverjir eru með besta lúkkið? hvað selur? hvað selur ekki?
fyrst ætla ég að koma fram með litla kenningu. hún er sú að stjórnmálamenn í samráði við auglýsingastofur geri sér ekki grein fyrir hvað þarf til að búa til auglýsingar sem draga að sér óákveðna fylgið einfaldlega vegna þess að þeir hafa aldrei verið óákveðnir sjálfir. staðreyndin er sú að langflestir stjórnmálamenn hafa haft pólitískar skoðanir nánast frá fæðingu og geta þess vegna engan vegin sett sig í spor óákveðins kjósanda og þannig ekki vitað hvað selur. eina sem þeir vita er reynslan, og hún hjálpar auðvitað, en er náttúrulögmál.

stuðlasetningar
eitt af því sem allir vita er til dæmis að slagorð sem stuðla ekki virka ekki. þetta hefur framsókn tekið með trompi í slagorðunum vinna vöxtur velferð, og sjálfstæðisflokkurinn með sínu nýfasíska áfram ísland, sem ungsjallarnir með bjarna ben í broddi fylkingar þreytast ekki á að skjóta inn í lok hverrar einustu stetningar. þetta virðist vera að gera sig, og ef úrlit kosninganna verða eins og skoðanakannanir sýna nú. að vísu á framsóknarsetningin að virka verr, enda vitað mál í íslensku að ofstuðlun er jafnvel ljótri en enging stuðlun.

mikilvægi leiksigra
annað lögmál kosningamarkaðarins er það að þeir sem auglýsa mest fá mest fylgi. ef þetta væru heilög sannindi þá ætti framsókn að fá mest, enda hafa þeir auglýst grimmt, og rutt brautina hvað varðar óhófleg fjárútlát í auglýsingar. eitthvað misfórst samt hjá þeim í upphafi og fannst mér auglýsingarnar þeirra vera hlægilegar: mynd af siv brosandi á flettiskilti við reykjanesbrautina við áletrunina traust, fór töluvert fyrir brjósið á mér, sem og ræða hennar um mikilvægi þess að vernda náttúruna, í mest sýndu sjónvarpsauglýsingunni þeirra. það var einkenni þessarar auglýsingar hversu illa leikin hún var, halldór hljómaði eins og vélmenni og siv eiginlega eins og tölvuröddin sem segir manni frá því ef gemsinn sem maður hringir í er utan þjónustusvæðis, og það var eins og þessir ágætu frambjóðendur vissu upp á sig skömmina og væru að koma óbeinum skilaboðum til kjósenda um að kjósa þá ekki; þeir væru ekki einu sinni sjálfir vissir um að þeir myndu standa við það sem þeir voru að segja. að vísu hefur þetta stórlega batnað í nýjustu auglýsingu framsóknar þar sem halldór er einn með ræðu. hann hefur greinilega verið tekinn í tíma í leiklist og ætti í rauninni skilið að vinna edduna fyrir trúverðuga framistöðu sem traustvekjandi stjórnmálamaður með ekkert á samviskunni.

...getur dimmu í dagsljós breytt
þótt davíð og hans óútreinknanlega skapi hafi verið haldið frá umræðuþáttum í sjónvarpinu, hefur auglýsingin með honum verið ein sú mest sýnda á síðustu dögum. hann virkar sannfærandi, þrátt fyrir að ljótleiki hans sé nokkuð truflandi við áhorf. hann hefði mátt fylgja fordæmi félaga hans í ríkisstjórninni og leyft litlu brosi að leika um varir, enda er það staðreynd að jafnvel ljótustu menn verða áhorfshæfir með því einu að brosa. bros ingibjargar sólrúnar er mikilvægur þáttur í auglýsingaherferð samfylkingarinnar, enda fallegt bros þar á ferð. eina spurningin er hvort brosið hafi ekki verið of sætt, og fólk sé einfaldlega komið með ógeð á því.

slæm umfjöllun?
auglýsar samfylkingarinnar hafa verið nokkuð vel heppnaðar í heildina. forsætisráðherraauglýsingin góða var ekki bara til sýnis í þær 90 sek. sem hún varði nokkrum auglýsingatímum á kvöldin, heldur var líka minnt á hana í lesendabréfum og umræðuþáttum í sjónvarpinu, fyrir utan að vera endalaus uppspretta skemmtilegra samræðna úti í samfélaginu. hún var auðvitað mjög umdeild, en, eins og einhver markaðsfræðingur sagði einhverntíman þá er ekki neitt til sem heitir slæm auglýsing, og umræðan, neikvæð eða jákvæð, hefur örugglega ekki dregið úr áhrifum auglýsingarinnar. nýja stefna samfylkingarinnar í áttina að því að sýna líka hitt fólkið sem er að bjóða sig fram er alveg að gera góða hluti, þótt hún hefði mátt koma aðeins fyrr, þar sem ingibjargarþreytan var farin að gera vart við sig fyrir dálitlu síðan.

faldar auglýsingar
auglýsingaherferð sjálfstæðisflokksins hefur líka yfir sér ákveðinn klassa og vel gerðar sjónvarpsauglýsingar þeirra hefðu sómað sér ágætlega á bbc. þar var áherslan lögð á markaðinn og flokkurinn fór ekkert í felur með það að standa einungis vörð um hagsmuni þeirra sem eiga einhverja peninga. ýmislegt vakti þó furðu mína, tam "falda" auglýsingin frá mango í auglýsingunni með stelpunni sem fer að versla með mömmu sinni, en... það má auðvitað ekki gleyma að sjallarnir kunna á markaðinn, og vita upp á hár hvernig er best að spila úr svona auglýsingum.

monopoly
ekki má skrifa svona pistin án þess að minnast á nýju auglýsingu frjálslynda flokksins. hún er skemmtilega hallærislega púkó, og lýsir flokknum vel. einlæg, en samt eitthvað svo asnaleg. kvótajöfrar að spila með almenning... ef svona auglýsingar virka ekki, veit ég ekki hvað gerir það!

og hvað stendur eftir
hver er eini flokkurinn sem ekki hefur verið nefndur hér? nú auðvitað vinstri-grænir. en hvernig er það, eiga þeir enga peninga til að auglýsa? kannski það... og kannski líka að það þarf ekkert endilega að auglýsa og auglýsa... það er kosið um málefni en ekki fegurð auglýsinga!

::: posted by anna at 10:54

léttmeti
ásta
dagur
dögg
mummi
hafdís
halla
halla
himmi
inga
klúbburinn
sigurgeir
sædís
sölvi
tobbi
tóta
ugla