stúlkan léttmeti31.7.03
 
leikur
ég ætla að mæla með mjög skemmtilegum leik þar sem ég tilheyri ungdómnum og hann þarf að leika sér. þessi leikur er allgjörlega upp úr mínu höfði, ég ætti kannski að reyna að fá einkaleyfi á hann. hann hefur fengið nafnið tour de blogg og er alveg rosalega skemmtilegur.
leikurinn spannst upp úr þeirri tilfinningu sem margir kannast við, það er þegar maður er búinn að fara bloggrúntinn og finnst eins og enginn bloggi lengur því það er ekkert nýtt að lesa. ég hef þörf fyrir að hafa eitthvað skipulag á öllu og fór að skemmta mér við að ráfa kefisbundið um bloggsíður. þá virkar það þannig að maður byrjar á eigin síðu og notar tengil á annað blogg... en þriðji tengillinn verður að vera ókunnugur. síðan verður maður að fara á annað blogg af þeirri síðu og svo koll af kolli. fúttið er að það má aldrei fara tilbaka. maður er síðan búinn að tapa þegar maður lendir á síðu sem maður þekkir, eða síðu sem er ekki með neinum linkum.
þetta kerfi þróaðist út í hinn eiginlega tour de blog. markmið leiksins er skýrt og mjög gaman þegar maður nær því eftir tugmínútna bloggráp. það er að byrja á ókunnugu bloggi og rekja sig alla leiðina heim. það getur valdið vandræðum að finna einhvern upphafspunkt, þar sem ef maður veit hvað slóðin að blogginu heitir getur það ekki verið ókunnugt. það eru hins vegar til ákveðnar leiðir.
sú sem hefur reynst mér best er að styðjast við gluggann sem birtist vinstra megin þegar maður er búinn að skrá sig inn á bloggspott og heitir fresh blogs. þar eru oft íslendingar að blogga og þá getur maður bara byrjað þar. ef fólk þreytist á því er hægt að fara inn á skrá yfir öll íslensk blogg og finna bara eitthvað. gallinn er samt sá að sú síða er rosalega stór og tímafrekt að heimsækja hana.
það er samt þess virði. ég get lofað því að þessi leikur hefur gífurlegt skemmtanagildi.
þannig fylgir hérna áskorun. ég var að bæta við tengli á maggý sem vinnur með mér á hótelinu. mér tókst eftir nokkurt þref að rekja mig frá henni til mín, eftir að hafa þurft að byrja nokkrum sinnum upp á nýtt (það gilda sömu reglur um að maður má ekki fara tilbaka og verður að byrja upp á nýtt ef maður velur dauðan enda). ég skora á alla sem lesa þetta að rekja sig frá henni á eigin blogg. mér tókst það, hvað með aðra? ég óska eftir viðbrögðum á kommentakerfinu.

::: posted by anna at 00:54

30.7.03
 
raunveruleikasjónvarp
ég var að lesa blogg dauðans, sem er sérstaklega skemmtileg lesning í morgunsárið. ármann talar á einum stað um hvort ekki væri tilvalið að breyta pólitík þannig að hún líkist meira raunveruleikasjónvarpi, það er að fólk sé ekki kosið, heldur kosið í burtu.
það væri óneitanlega mun meira spennandi. sama hvað hver segir er raunveruleikasjónvarp nefninlega spennandi. ég hef reynslu af því að verða háð raunveruleikasjónvarpi og það er bara ekkert grín. raunveruleikasjónvarpið sem um ræðir hét loft story og var frönsk big brother eftirherma. í upphafi voru 16 einhleypir einstaklingar lokaðir inni í húsi með garði sem kallað var le loft. síðan hurfu þeir einn af öðrum.
það fylgir mikil skömm því að vera háður raunveruleikasjónvarpsþætti. maður þarf alltaf að finna upp afsakanir fyrir því að vera alltaf heima á þeim tíma sem þátturinn er sýndur, og svo vera tilbúinn með fjarstýringuna til að skipta um stöð ef einhver nálgast.
að fylgjast með loft story var fullkomlega dásamlegt. maður lærði inn á persónuleika fólksins og sá vináttuböndin þróast. þar sem fólkið var það sjálft fannst manni eins og maður þekkti það persónulega. sumir voru með litla skemmtilega kæki, margir voru vitlausir og örfáir gáfaðir.
spennan og skemmtunin við áhorfið var skömminni og siðfræðisamviskubitinu yfirsterkari. ég horfði á þennan þátt klukkutíma á dag alla daga vikunnar, og meira að segja á best of vikunnar þáttinn á sunnudögum, þótt ég hefði séð alla þætti vikunnar og aldrei væri sýnt neitt nýtt í honum. ég fékk síðan tár í augun og gæsahúð af gleði þegar karine og thomas unnu verðskuldaðan sigur, ég hélt nefninlega með þeim.
karine var sveitastelpa frá suður-frakklandi og talaði með dásamlegum hreim sem ég, útlendingurinn, átti í töluverðum erfiðleikum með að skilja til að byrja með. hún átti spænska mömmu og blótaði þess vegna oft á spænsku með sætu sveitastelpuröddinni sinni. hún dansaði flamenco, sérstaklega þegar hún var í fýlu og nennti ekki að tala við hina. thomas var sá eini í le loft sem var með stúdentspróf, og þar af leiðandi sá eini sem eitthvað vissi um heiminn og undur hans. hann var frá parís og kom í ljós um miðja seríuna að hann var hommi. karine var skotin í thomas, en þar sem hann var hommi gat hann ekki endurgoldið ást hennar, henni til mikils ama. hann lýsti því þó yfir undir lokin að ef hann væri gagnkynhneigður myndi hann pottþétt vera skotinn í karine. þá grétum við karine og hinar stelpurnar í le loft.
þrátt fyrir þennan mikla áhuga á loft story og öllu sem því fylgdi (ég keypti líka blöð með viðtölum við loft-fólkið eftir að það var komið út og fleira þannig...) datt mér ekki í hug að hringja inn í símakosningunum þar sem fólkið var kosið í burtu. skemmtunin var ekki svo mikil að ég tímdi að eyða 1,99 evrum í símakosningu sem ég vissi að fiffað væri með úrslitin í. það breytti þó ekki staðreyndinni að ég tímdi að eyða sjö klukkustundum á viku í átta vikur, sem gera fimmtíuogsex klukkustundir af lífi mínu í frakklandi í að horfa á siðspillta raunveruleikasjónvarpsþætti.

::: posted by anna at 08:33
 
hrós dagsins
hrós dagsins fær wheetabix (eða vítapöx eins og lítill bróðir minn kallar það... kemur af því að kókópöffs heitir í hans heimi kókópöx og því eðlilegt að wheetabix heiti vítapöx) fyrir að hafa verið framleitt í tugi ára. það er óumdeilanlega einn staðbesti morgunverður sem fólk getur hugsað sér, sérstaklega þegar það er rifið upp fyrir allar aldir til að fara að sinna einhverju. ég sit ekki ein um að finnast wheetabix vera gott, karl bretaprins borðar líka wheetabix í morgunmat.
þar sem wheetabix er bresk framleiðsla leyfi ég mér að trúa að hveitið sem notað sé í það sé aðeins minna erfðabreytt og eiturefnamengað en hveitið sem notað er í hið bandaríska kornflex (eða kornflöx eins og litli bróðir minn kallar það) og annað morgunkorn frá herra kellogg.

sem minnir mig á samræður sem ég átti um daginn um nauðsyn þess að boycutta allar bandarískar vörur, vegna þeirrar gífurlega ráðandi stöðu sem bandarísk fyrirtæki hafa á matvörumarkaði. ef fólk vill hætta að kaupa bandarískar vörur getur morgunkornið nefninlega valdið vandræðum. mér finnst varla vera hægt að leysa það með því að kaupa wheetabix, því það að kaupa bara breskar vörur í staðin fyrir þessar bandarísku finnst mér dálítið eins og að kjósa demókrata í staðin fyrir repúblikana... velja skárri hliðina á sama teningnum. fyrir svona fólk mæli ég með europris-búðunum sem eru með mjög gott úrval af skandinavísku morgunkorni.

::: posted by anna at 07:56
 
mig langar til að benda fólki á góðar pælingar stangastökkvarans um aðstöðu(leysi) til frjálsíþróttaiðkunnar á íslandi. mjög góðar pælingar sem ég er sammála í öllum grundvallaratriðum.
ég gleðst yfir því að þórey og hennar líkar eigi eftir að fá smá bót á sínum málum bráðum, og þá á ég við fjölnota íþróttahúsið sem mun brátt fara að rísa í laugardalnum.
ég minni samt enn á að tónlistarhúsið góða er enn einhvers staðar í nefndum og á teikniborðum og mæli með að þetta frábæra framtak í laugardal sé tekið til fyrirmyndar og eitthvað sé nú gert í þessum málum! ég hef áður skrifað um tónlistarhús, og ástæðan fyrir því að ég er að þreyta fólk með endurtekningum* er sú að golfsamböndin eru að gera kröfur um það að nýr 18 holu golfvöllur verði byggður í nágrenni reykjavíkur. allt gott og blessað með það, ekki ætla ég mér að dissa golf. langaði bara svona að minna á forgangsröðun. við erum búin að bíða eftir tónlistarhúsinu lengur!

*mig langar að bæta inn einni pælingu um endurtekningar, nú þar sem ég er að tala um tónlist og svona. ég held því fram að endurtekningar séu stórlega misskildar í íslensku samfélagi. á dönsku er til lofsyrði yfir þær, gentagningsglæde. endurtekningar í tónlist eru alveg frábærar. persónulega finnst mér alltaf vera mesta fúttið þegar maður heyrir aðal-stefið aftur og aftur... (þótt það megi auðvitað ekki vera of oft. allt er jú best í hófi!)

::: posted by anna at 00:10

29.7.03
 
www.stúlka.blogspot.com

ég hef sagt nokkrum vel völdum vinum að ég ætli mér að vera ung að eilífu, og ég meina það. þá á ég kannski ekki við að ég ætli mér í hundrað lýtaaðgerðir til að koma í veg fyrir hrukkur... ég er meira svona að tala um í andanum. ég er hrædd við að verða gömul, fara að nöldra og setja út á klæðnað ungdómsins. bloggspott-lénið mitt sýnir kannski dálítið hvernig þetta hefur áhrif allt niður í undirmeðvitundina.
málsgreinin hér að ofan er útskýring á innra ástandi mínu til að dýpka skilning lesenda á því sem ég er að fara að lýsa. ég varð nefninlega fyrir áfalli í dag. (enn er ég að fara að tala um vinnuna, ég verð leiðinlegri með hverjum deginum. leiðinlegri eftir því sem ég verð eldri...).
í sakleysi mínu var ég að leiðbeina franskri konu. meira að segja dálítið glöð yfir að geta leiðbeint henni á hennar eigin máli. við skiptumst á nokkrum orðum, leiðbeiningunum lauk og hún þakkaði fyrir sig:

merci, madame

það þyrmdi yfir mér, og ég var komin á fremsta hlunn með að missa eitthvað miður yfirvegað og pólerað framaní þennan gest (sem hefur by the way alltaf rétt fyrir sér, ekki satt?). ég hélt í mér. ég sá í augunum á henni að hún hefði heldur viljað hafa veðjað á mademoiselle, og sá eftir þessu. hún stakk bara strax af. ég segi bara líði henni illa yfir þessu og megi hún þjást fyrir að valda mér svona miklum kvölum!
madame? lít ég út fyrir að vera gift, ég bara spyr?
ég meina, hvað er málið. það eru svo stjarnfræðilega litlar líkur á því að átján ára gömul stúlka sé gift að enginn með réttu ráði segir madame!
ég er í alvörunni búin að vera að hugsa um þetta í allt kvöld. hvernig í andskotanum get ég litið út fyrir að vera gift. segiði mér hvernig og ég mun reyna að breyta því! ég er að vísu ekki klædd í mjög ógift föt, en samt... en samt!!!

::: posted by anna at 23:49

27.7.03
 
vér kolkrabbinn
oft er erfitt að fylgja lögmálum. mér hefur reynst sérstaklega erfitt að fylgja lögmálunum "gesturinn hefur alltaf rétt fyrir sér" og "ég er andlit fyrirtækis." þessir erfiðleikar helgast að stórum hluta hvar á landinu ég er stödd og hvaða fyrirtæki ég lána andlit mitt.
ég er þó búin að finna upp mitt eigið sístem til að friða samviskuna sem gengur út á það að ég skil "mig" eftir í fataklefanum. um leið og ég klæði mig í gulu blússuna og græna pilsið (...og auðvitað sokkabuxurnar!!) renn ég samanvið fyrirtæki og missi sérkenni mín sem einstaklings. ég verð að hári á sogskál á einum af fjölmörgu örmum kolkrabbans.
fyrirtækið hefur sömu skoðun og gesturinn þannig í raun má segja að lögmálin renni saman í eitt. hins vegar hafa þau ekki alltaf sömu skoðun og ég, og þá getur orðið smá úbbs. grípum dæmi.

stúlka í gestamóttöku: so, is this your last night?
bandarískur túristi: yes, we are going home tomorrow.
stúlka í gestamóttöku: have you enjoyed your visit here in iceland?
bandarískur túristi: well, we live in iceland... my husband works in keflavik, the american base. we've just been visiting outside of the base for a week.
stúlka í gestamóttöku: oh, really!
smá þögn
stúlka í gestamóttöku: it's good you're using the occation while you can.
bandarískur túristi: what do you mean?
stúlka í gestamóttöku: well, since the army is leaving and all.
bandarískur túristi: oh, yes. it is such a pity!
stúlka í gestamóttöku: hmmm... are you going to miss living here?
bandarískur túristi: no... not really. my husband will probably be reassigned to another foreign base. it's just so bad that the army has to go. i can't see how you're going to manage without us.
stúlka í gestamóttöku: hmmm... if you want to have dinner with us the resturant is open untill nine o'clock...

gestur: rosalega er mikið af túristum hérna hjá þér!
stúlka í gestamóttöku: já, það er búið að vera svona í allt sumar. mjög gott að gera og allt.
gestur: ég hélt að ég væri að komast í burtu frá þessu túristahafi. ég er frá húsavík, það er svo mikið af þeim þar.
stúlka í gestamóttöku: já, manni hefur heyrst vera mikið í kring um þessa hvalaskoðunarferðir þarna uppfrá. er ekki mikil uppbygging?
gestur: jú, það er ágætt. túrisminn er samt ekkert til að byggja almennilega á. okkur á húsavík vantar núna bara eina svona verksmiðju eins og þeir eru að fara að gera hérna.
stúlka í gestamóttöku: hmmm...
gestur: það er auðvitað ekkert vit í neinu öðru núna.
stúlka í gestamóttöku: hmmm... hahaha.
gestur:maður verður bara að vona að þessir helvítis náttúruvernarsinnar nái ekki sínu fram. það munaði nú litlu að þeim tækist að afstýra þessu frábæra tækifæri fyrir austurlandið.
stúlka í gestamóttöku: jahá, það munaði sko litlu.


::: posted by anna at 19:55
 
það lítur allt út fyrir að stúlka ein leggi leið sína frá höfuðstað austurlands á föstudaginn, eftir að hafa þá unnið í nítján daga samfleytt án þess að fá heilan frídag. þá er verslunarmannahelgi og út á einskæra góðmennsku yfirmanns síns og ómælanlegan vinnuvilja síðastliðin mánuð hefur fengist frí frá vinnu til að eyða heilli helgi í reykjavíkinni og á seltjarnarnesinu. áætluð koma til höfuðstaðarins er klukkan 15:25 á reykjavíkurflugvelli í skerjafirði og eru vaktavinnandi og atvinnulausir keyrandi vinir vinsamlegast beðnir um aðstoð við að komast alla leið á seltjarnarnesið.

::: posted by anna at 19:19

23.7.03
 
hvað er málið með að búa á landi með næstum því þrjúhundruðþúsund öðrum og geta samt varla fundið útvarpsstöð með réttu ráði? það er alveg ótrúlegt hvað útvarpið getur verið leiðinlegt.
það má eiginlega segja að ég hafi hætt að hlusta á útvarp þegar gullið, 909, lagði upp laupana. gullið var hinn fullkomni lífsförunautur. það var ekki of mikið af auglýsingum, ekki of mikið af leiðinlegu útvarpsfólki að tjá sig um veðrið og hvar það hefði verið að djamma um helgina... og bara alveg fullt af góðri tónlist. í gegnum gullið fór ég fyrst almennilega að hlusta á bowie (þótt sumarið sem ég vann í öskjuhlíðinni og við hlustuðum á bowie-plötur í ferðaplötuspilaranum hennar obbu hafi líklega spilað einhvern þátt í því verki) og uppgötvaði baccara, svo fátt eitt sé nefnt. tónlist sem stendur tímans tönn... verst að rásin stóðst ekki tímans tönn.
ég er reyndar aftur komin ágætlega inn í útvarpsmenninguna á íslandi eftir að hafa verið að vinna nokkra daga með fólki sem hlustar á útvarpið. blessunarlega var fm-sendirinn á egilsstöðum bilaður fyrst í júlí, en nú er hann aftur kominn í lag og fm-957 dynur í eyrum mér nánast daglega. mér fannst það fyrst ekkert svo slæmt, ég meina, hver hefur ekki lúmskt gaman af justin*? það var síðan í raun ekki vegna tónlistarinnar beint sem ég fór að taka upp hatur á rásinni. í gærkvöldi var ég í þvottahúsinu að hlusta á fm þegar einhver sveittur útvarpsgaur hefur upp raust sína. hann fer að tala um veðrið og aðeins að bölsótast út í rigninguna þegar...

...en rigningin er ekki svo slæm, sérstaklega ef þú ert í hvítum bol.

þá hugsaði ég til allra tólf ára stelpnanna sem væru skotnar í útvarpsmanninum og færu að ganga um í hvítum bolum alltaf þegar byrjaði að rigna.

*ég sæki hér með formlega um aðild í JTAKKMH

::: posted by anna at 00:32

22.7.03
 
ég á stjúpsystur sem er ellefu ára. hún kom til mín um daginn, stolt, og sagði mér að hún hefði í fyrsta sinn á ævinni klárað bók á einum degi.
bókin sem hún átti þessa miklu dyggð að þakka var "fimmtán ára á föstu" eftir eðvarð ingólfsson.
ég fylltist nostalgígjukasti og hraðlas þessa merku bók, og síðan "sextán ára í sambúð" eftir sama höfund strax á eftir. þetta var alveg nóg, því núna er ég bara alveg húkkt. hún kom með fullt af þessum bókum inn á heimilið, og hafa þær runnið ljúflega ofan í mig alveg síðan. í lestri þessa bóka liggur gríðarlega mikil skemmtun og ég hvet alla til að byrja aftur að stunda þá list sem lestur unglingabóka er.
ég er búin að lesa allar þessar bækur áður, og þessi lestur vekur upp minningar frá því að ég var lítil stúlka í vesturbæjarskóla, lítil stúlka sem las of mikið af unglingabókum. ég man eftir því að þegar ég var búin að lesa allar bækurnar á bókasafninu í vesturbæjarskóla (sem var að vísu ekkert svo rosalega stórt) fór ég heim og kvartaði í mömmu. hún rétti mér bókina "hjartastað" eftir steinunni sigurðardóttur, sem ég las og fannst skemmtileg. dálítið skrítin, en samt skemmtileg.
síðan lét hún mig hafa "sölku völku" eftir nóbelskáldið... sem hún hefði betur látið ógert. mér fannst salka valka vera alveg ógeðsleg bók og ég þoldi ekki sölku völku því að mér fannst hún svo vitlaus. stafsetningin truflaði mig, en það versta við bókina og það sem var fullkomlega fáránlegt við hana var að hún endaði illa!!
af þessu má þann lærdóm draga að maður á að lesa unglingabækur eins lengi og maður getur. maður getur nefninlega skemmt fullkomlega fyrir sér góðar bókmenntir með því að byrja að lesa þær of snemma, eins og þetta dæmi sannar. unglingabækur eru nefninlega skemmtilegar, hvort sem maður er 11 ára eða tæplega tvítugur og um að gera að lesa þær á meðan það er ennþá gaman. við höfum svo mörg ár eftir það til að lesa allt hitt fræga draslið.

hrós dagsins
fær konan sem skrifaði bækurnar "frjáls eða fjötruð", "er þetta ást" og "ég get séð um mig sjálf". hún er án efa drottning unglingabókmenntana. ég á ekki orð sem lýsa snilli þessara bóka! ég skora því á alla að taka sig til og hlaupa út á bókasafn og taka eina af þessum bókum. þið eigið ekki eftir að vera svikin!!

p.s. ég bendi fólki á að ef einhver á eina af þessum bókum og vill selja, þá má hafa samband við bjarneyju vinkonu mína sem vill endilega kaupa eintök.

::: posted by anna at 00:22

20.7.03
 
í dálítin tíma hef ég verið að reyna að komast að því hvaða bæjarstæði á íslandi er fallegast. það er ótrúlegt hvað fólk hefur mismunandi skoðanir á því
(þeas það fólk sem hefur yfir höfuð einhverja skoðun). þau bæjarstæði sem helst hafa verið nefnd eru borgarnes, stykkishólmur, akureyri og seyðisfjörður.
sjálf hef ég alltaf haldið mjög með seyðisfirði í þessu máli. það var langt síðan að ég kom þangað síðast, en man vel eftir því að hrikaleg fjöllin sem umkringdu þetta fallega þorp höfðu mikil áhrif á mig.
ég heimsótti síðan seyðisfjörð fyrir ekki svo löngu síðan. þá komst ég að því að fjöllin voru ekki eins hrikaleg og mig minnti, og einstök fegurðin í rauninni miklu nær því að vera bernskudraumur en raunveruleiki.
ég er samt núna orðin alveg viss um hvaða bæjarstæði er fallegast. ég leyfi mér nánast að fullyrða að þetta bæjarstæði sé það fallegasta í heimi... amk þar sem ég hef sótt hann heim. að mínu mati eru egilsstaðir fallegasta bæjarstæðið. það er eitthvað við grátandi blágrýtislögin sem halla ofan í mjólkurlitaðan löginn sem mér finnst fullkomlega ómótstæðilegt.
náttúrufegurðin er slík að ég þori að fullyrða að ekki þurfi mikið til í viðbót til að ég sé tilbúin að flytjast hingað fyrir fullt og allt, eða amk dvelja hér í einhvern tíma. ég er óneitanlega búin að vera að velta fyrir mér kostum og göllum þess að búa í dreifbýli og hef komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi kannski ekki alveg það sem þarf til að verða ein af þessum svokölluðu dreifurum.

kostir
1. að vakna á morgnanna, fara út á svalir og horfa yfir löginn og á snæfellið ef vel viðrar.
vægi: 10 stig
2. vita af því að á sumrin koma nokkrir dagar þar sem vindurinn er heitur eins og í útlöndum.
vægi: 7 stig
3. hafa öræfin nánast í engri fjarlægð
vægi: 5 stig
4. búa "...where everybody knows your name"
vægi: 2 stig
5. sveitaböll
vægi: 1 stig

alls stig út á kosti: 25

gallar
1. búa "...where everybody knows your name"
vægi: -5 stig
2. vera ekki í félagslega umhverfinu í reykjavík
vægi: -20 stig
3. hafa bara val um tvö kaffihús
vægi: -5 stig
4. geta ekki sagst vera virkjanaandstæðingur nema eiga á hættu að vera laminn
vægi: -8 stig
5. hætta á því að verða fyrir vatnsflóði ef stíflur bresta og sandfok frá kárahnjúkum
vægi:-6 stig

alls stig út á galla: -44

það er því ljóst að ég er ekki á leiðinni að flytja út á land. hins vegar vantar aðeins meira en 19 stig uppá að kostirnir verði þýðingarmeiri en gallarnir... sem er hreint ekki mikið. bætum inn góðri vinnu og ástinni og ég er flutt til egilsstaða!!

hrós dagsins
nú hef ég ekki veitt hrós dagsins í nokkurn tíma, en hef ákveðið að taka það upp að nýju. hrós dagsins fá nefninlega ungir jafnaðarmenn fyrir ályktunina sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér um hersetu á íslandi. mér hefur virst sem herstöðvaandstæðingar hafi átt undir högg að sækja síðan 1999 og það veitir mér mikla ánægju að sjá að ungir jafnaðarmenn hafa opinberlega bæst í hópinn. ég vona einnig að þingmenn þeirra eigi eftir að beita sér fyrir þessu á mikla alþingi, því að herstöðvaandstæðingar virðast ekki vera þar á hverju strái.
megi ungir jafnaðarmenn halda áfram að gefa út góðar ályktanir og berjast fyrir þeim á alþingi. húrra, húrra, húrra!
(svona í endanum á þessu mikla hrósi langar mig samt að gera smá athugasemd við seinni hluta ályktunarinnar sem varðaði evrópusambandið. mér finnst eiginlega kómíst hvernig ungir jafnaðarmenn ætla að láta evrópusambandið bjarga öllu sem þeim finnst þurfa að bjarga á íslandi. í fyrsta lagi er evrópusambandið ekki hernaðarbandalag og að mínu viti ekki hægt að biðja þjóðir í viðskiptabandalagi um að verja okkur, auk þess sem þessar þjóðir eru allar í nato. í öðru lagi sé ég ekki af hverju við ættum að þurfa einhverjar varnir. hvar er ógnin??

::: posted by anna at 10:19

16.7.03
 
mér finnst svo leiðinlegt fólk sem talar alltaf um vinnuna sína. ég er þannig sjálf, og finnst ég sjaldan leiðinlegri en þegar ég er að tala um vinnuna mína þegar ég er ekki í henni.
til að sporna gegn því að ég eyði sentímetrum mínum á veraldarvefnum í það að tala um vinnuna mína ætla ég að afgreiða hana í eitt skipti fyrir öll... með eins konar hraðafgreiðslu.
það er nefninlega þannig með vinnuna mína eins og líklega flestar aðrar vinnur að í henni eru bæði góðir og vondir hlutir. þess vegna ætla ég að skrifa um besta og versta hlutinn við vinnuna mína.

versti hluturinn
sokkabuxur eru tvímælalaust mesti ókosturinn við vinnuna mína. ég er pyntuð til að vera í húðlituðum sokkabuxum allan daginn, alla daga. halldóra vinkona mín leiddi mig nefninlega einun sinni í allan sannleika um hið fullkomna tilgangsleysi húðlitaðra sokkabuxna, og síðan þá (og eru liðnir fleiri mánuðir) hef ég ekki farið í slíka flík... þangað til ég var skikkuð til þess í upphafi vinnutarnarinnar.
ég get heldur ekki einu sinni skilið hvaða rök mæla með því að sokkabuxur séu skyldunotkun í nokkurri vinnu. þetta er bara eitthvað helvítis rugl með staðlaðar kvennímyndir.

besti hluturinn
ef ég verð einhvern tímann rík ætla ég að fjárfesta í strauborði eins og vinnan mín á. strauborðið er með áföstu gufustraujárni og gufukút sem dælir gufu á dúka og þjónastykki að vild.
athöfnin að strauja hefur fullkomlega kollvarpast fyrir mér. áður var þetta kvöl og pína... alltaf hjakkandi á sömu helvítis krumpunum sem fóru aldrei. nú er þetta eins og að renna á gufuskýi yfir endalausar bómullarbreiður.

::: posted by anna at 00:25

14.7.03
 
vei, vei, vei. bloggspott sé lof og þakkargjörð!
í reiði minni yfir því hversu vitlaus ég væri og léleg í tölvurugli fór ég á bloggrúnt þar sem ég fann síðan, loksins, svarið við öllum mínum spurningum. það var stangastökkvarinn
sem leiddi mig í sannleikann um hvernig losa mætti bloggið við spurningarnar. það var svo einfalt að ég skammast mín fyrir að hafa ekki fattað upp á því að sjálfsdáðum. sem betur fer er ég stödd langt úti á landi þannig að ég þarf ekki að horfa framan í hringiðu bloggmenningarinnar og roðna...

ég er sem sagt stödd í höfuðstaði austurlands, egilsstöðum, við smá leik og mikil störf. egilsstaðir eru merkilegur staður. náttúrufegurðin er stórkostleg og veðursældin er ekki bara lygi.
það má þó segja að egilsstaðir séu hálfgert stera-þorp. eins og flestir vita eru egilsstaðir það byggðarlag sem er næst virkjanaframkvæmdunum við kárahnjúka, og allur bæjarbragurinn ber þess vott. hér er verið að bæta vegi og byggja og byggja eins og fólki sé borgað fyrir að reisa amk eitt hús á dag. fólk horfir til framtíðar með von í brjósti um betra líf og mikið fjármagn sem þessar framkvæmdir eiga eftir að hala inn í bæinn. það er eitthvað svo yfirgengilega óeðlilegt við þennan vaxtarhraða að maður getur ekki annað en efast um að víman eigi eftir að endast að eilífu. það er líka ekki laust við að maður velti fyrir sér hvort timburmennirnir sem henni fylgja eigi ekki beinlínis eftir að ganga að bænum dauðum.
þegar ég kom fyrst var mér ráðlagt að taka niður uvg-merkin sem skreyta anorakkinn minn. andstæðingar kárahnjúkavirkjunnar eru til á egilsstöðum... þeir bara halda upp til hópa kjaftinum á sér lokuðum. hópþrýstingurinn er svo gríðarlegur að fólk bara kýs að halda þannig skoðunum fyrir sig.
fólk hérna er svo heilaþvegið af virkjanamaníunni að upp til hópa er ekki hægt að rökræða við það á málefnalegum grundvelli. það fynda er líka að fólk er svo upptekið við að sannfæra sjálft sig um að virkjun sé það rétta. fjölskyldumeðlimir sem komu hingað til bæjarins fyrr í sumar fengu yfir sig gusuna. þetta fólk var ómerkt, og engin leið fyrir heimamenn að sjá hvort þau væru virkjanasinnar eða ekki. samt fengu þau ræðuna strax yfir sig, og oft. síðan aftur og aftur.
ég hef samt ekki fengið marga fyrirlestra. ég hef líka tekið þann pólinn í hæðina að tala ekkert um virkjanamál. þetta fólk er svo heilaþvegið að það er ekki einu sinni nokkur leið að láta þau meðtaka minnstu rök sem mæla gegn þessari blessuðu virkjun.
ætli viðhorfið kristallist ekki í uppáhaldssetningunni hérna: "þetta er bara mosi og grjót, ég skil ekki af hverju það má ekki sökkva þessu."
ó, ef lífið væri bara svona einfalt...

::: posted by anna at 00:40

13.7.03
 
djofulsins djofull og andskoti. eg er ad spa i ad fara i bloggverkfall thangad til einhver vel innraettur tekur ad ser ad laga thetta rugl...
eg a nefninlega einn serlegan adstodarmann i bloggi. blogghjalparhellan
su er bara stodd i utlandinu og getur ekki hjalpad mer. eg lysi tha her med eftir einhverjum viljugum til ad takast a vid thad erfida verkefni ad lata bloggid mitt verda skiljanlegt aftur. vidkomandi tharf helst ad vera stadsettuer a austurlandi svo vegalengdir skipti ekki mali.
kannski a thetta lika eftir ad lagast ad sjalfum ser ef eg bid nogu lengi.

::: posted by anna at 19:19

8.7.03
 
það er orðið opinbert. það lítur ekki út fyrir að ég sé að fara í tónlistarskóla á næsta skólaári. ég fék loksins sent bréf heim frá seltjarnarnesbæ þess efnis að þeir ætluðu sér ekki að borga skólagjöldin mín. ég minni því enn og aftur á bankareikninginn minn sem er, sem áður, opinn frjálsum framlögum.
pabbi minn, löffinn, er að hvetja mig til að fara í mál. hann segir að við gætum auðveldlega stuðst við stjórnarskrána, þe þær greinar sem snúa að mismunun til náms. ég ætla þó fyrst að hringja niður á bæjaskrifstofur og sjá hvort þeir ætla að taka upp sellókennslu á sjöunda stigi í tónlistarskóla seltjarnarness. þá hyggst ég einnig hafa fingurna í því hver verður ráðinn sem kennari.
ég var alveg rosalega reið yfri þessu þegar ég fékk bréfið, og er eiginlega hálf fegin því að bæjarskrifstofurnar hafi verið lokaðar þegar ég opnaði það. reiðin er þó að sjatna jafnt og þétt. ég get samt ekki annað en að vera sár yfir því að hafa valið mér vel borgaða vinnu lengst úti í rassgati, til að eiga efni á því að kaupa mér selló... þegar ég er ekki einu sinni að fara að læra á selló á næsta ári.
þótt ég viti ekki hvort ég ætla að fara út í lögsókn er alveg öruggt að öll kurl frá mínum sjónarhóli eru ekki komin til grafar og þessir öfgaplebbar og vitleysingar (tómas ingi olrich, ég hata þig þótt þú sér frændi minn!!!) eru ekki búnir að heyra það síðasta frá mér!!

::: posted by anna at 20:35

léttmeti
ásta
dagur
dögg
mummi
hafdís
halla
halla
himmi
inga
klúbburinn
sigurgeir
sædís
sölvi
tobbi
tóta
ugla