stúlkan léttmeti31.10.03
 
hættuleg kynni
eða les liaisons dangereuses er örugglega ein skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. ég var að lesa eitthvað blað um daginn þar sem einhver kona sagði að hún væri nýbúin að lesa þessa stórmerku bók. það varð auðvitað til þess að ég ákvað að fara í hilluna og lesa valda kafla úr henni aftur. ég las hana nefninlega í skólanum í frakklandi og heillaðist alveg af upp úr skónum.

bókin er skáldsaga og var skrifuð seint á átjándu öld og er byggð upp eins og safn af bréfum sem hefðarfólkið sendir á milli franskra kastala á þeim tíma. þetta er eiginlega eins og raunveruleikasjónvarp, maður fær að lesa bréf sem sögupersónurnar senda hvor annarri. það er líka látið líta út fyrir að bréfunum hafi bara verið safnað saman, það vantar nokkur, sem gerir bókina enn raunverulegri.

aldrei hef ég lesið svona mikla sápuóperu, hvorki fyrr né síðar. bókin er um hvernig fólk plottar að koma ungu fólki saman og hefnir sín á því fólki sem hefur gert þeim eitthvað illt með því að láta börnin þeirra verða ástfangin óæskilegum einstaklingum, nú eða táldraga börnin bara sjálf. aðalpersónurnar eru le vicomte de valmont og la marquise de merteuil og þau eru slæm, slæm!

bréfin eru líka bara slúður. það er sko alveg víst að í kastölunum forðum daga var ekkert minna slúðrað en í mh. hægt er að nálgast bókina í bóksölu stúdenta á frönsku. veit ekki hvort er hægt að fá hana á íslensku, ég held það nú samt.

::: posted by anna at 10:55

27.10.03
 
orðabók háskólans
mikið finnst mér gaman að því að skoða orðabók háskólans. það er svo mikið af skemmtilegum orðum þar að finna og þess vegna mikið afþreyingarefni. þar er samt bara að finna dæmi um þar sem hægt er að finna þessi orð, en ekki hvað þau þýða. maður fær þannig að geta sér til um merkingu þeirra, sem eykur enn á ánægjuna. dæmi um skemmtileg orð og tilgáta um þýðingar:

annmarkabarn: íslenskar þulur og þjóðkvæði, ólafur davíðsson, 1898-1903.
þýðir líklega barn sem er háð annmörkum.
annífur: heimdallur, ritstjóri: björn bjarnason, 1884.
mér dettur í hug að þetta geti verið heimska, sem er einmitt dregin af orðinu heimdallur, og hafi í raun átt að vera naífur.
syndablóðvaðall: nockur ljodmæli... síra þorláks sál. þórarinssonar, 1836.
maður sem hefur þurft að vaða blóð og þannig syndgað.
grístötur: Ljóðmæli og leikrit, páll j. árdal, 1878-1930.
höfuðfat sem börn voru látin setja upp þegar þau áttu að fara í svínastíuna.

hver vill spila fimbulfamb við mig?

::: posted by anna at 18:03

24.10.03
 
lífsferill
mig langar til að finna upp ákveðna formúlu og viðeigandi stærðfræðilegt kerfi. með þessu stærðfræðikerfi væri hægt að reikna út framtíð hvers og eins manns. lífsferillinn væri þá bara eins og ferill sem væri hægt að reikna út frá formúlu hvers og eins. með óskeikulu hnitakerfi væri þá hægt að sjá hvert líf manns stefndi á hvaða tímapunkti sem er. hnitakerfið þyrfti að vera margvítt, þar sem hver vídd myndi tákna allar þær stefnur sem lífið getur tekið í einu.

þar sem er erfitt að teikna margar víddir væri líklega nóg að pota breytum inn í formúlu og fá staðsetningu og stefnu þess sem mann langaði til að vita. þannig myndi maður ekki geta fengið formúluna og niðurstöður fyrir allar stefnur á öllum stundum, heldur myndi maður þurfa að fá reiknifræðing til að reikna það út. þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk gæfist upp strax á unglingsaldri ef það vissi að það myndi fá krabbamein á áttræðisaldri.

ég veit ekki alveg hvaða fög maður á að taka í háskólum til að komast nálægt þeirri þekkingu sem svona útreikningar krefjast. verkfræði væri örugglega mjög praktísk, þar sem mér fróðari konur segja að þau fræði gangi út á að breyta náttúrunni í jöfnur og breyta síðan jöfnum í náttúru og ónáttúru. það hlýtur að vera eitthvað til að byrja á.

guðfræði er örugglega sniðug líka. það er svo margt um manninnn sem er kennt þar. prestar eru líka góðir í að finna upp allskonar hluti um hegðun og annað slíkt. geðlækningar ættu líka að geta komið að góðum notum. þar væri hægt að skilja tengsl á milli líffræðilegra og huglægra eiginleika mannsins.

til að stunda þær viðamiklu rannsóknir sem svona verkefni krefst af manni væri óvitlaust að læra tölfræði. stærðfræðikennarinn minn segir líka að maður fái alveg rosalega góð laun fyrir að vera tölfræðingur. þar sem þetta verkefni skilar engum tekjum svona til að byrja með er örugglega passlegt að vinna hálft starf sem tölfræðingur og fá þá helminginn af góðum launum. það er örugglega nóg til að sjá fyrir börnum og buru.

::: posted by anna at 14:30

23.10.03
 
framhaldssaga
mér finnst eins og ég sé föst inni framhaldssögu sem tekur engan enda. eins og hún sé framhaldssaga í dagblaði skrifuð af fátækri konu. það gerist aldrei neitt í henni því að konan vill ekki að hún nálgist endamörkin því að þegar síðasti punkturinn verður settur hættir hún að fá borgað.

önnur líking. mér líður eins og ég velkist aftur og aftur í sömu bárunum. stundum er sem þær séu eins og flóðbylgjur sem drepa og á öðrum eins og vatnshæðarbreytingar í nuddpotti. stanslausar engu að síður. og ég get ekki stjórnað þessu.

eins og mér líkar illa við að treysta á aðra, viðurkenni ég að það er einungis einn maður sem getur bjargað mér út úr þessari sápu/þessum öldugangi. hann er frændi minn og ég hef áður sagt að ég þoli hann ekki á þessum vettvangi. ég geri það, en maður má alveg ekki þola bjargvætti sína.

hann er kallaður tommi af mörgum og hægt að komast að því hvað hann getur gert með því að krækja hér.

::: posted by anna at 17:21

22.10.03
 
stærðfræðiraunir
stundum er alveg hræðilega erfitt að vera til. í vetrarfríinu á mánudaginn ætlaði ég að reikna heimadæmi í línulegri algebru. það hefur aldrei verið neitt sérlega erfitt, eða aldrei óyfirstíganlegt. þangað til þá. ég sat á þjóðarbókhlöðunni og horfði á framandi tákn í margar mínútur, tákn sem hefðu alveg eins geta verið hebreska fyrir mér (sem hefði meira að segja verið skárra, því að þá hefði hebreskufræðingurinn minn sem var á staðnum getað hjálpað mér).

ég er hrædd um að þetta sé byrjunin á hnignun námsferils míns. hingað til hefur mér fundist ég geta allt. sem er auðvitað ekki rétt. ég get til dæmis ekki fundið út einhverja helvítis vektora sem upfylla hin ýmsustu stærðfræðileg skilyrði sem eru líka táknuð með fáránlegum grískum bókstöfum. (ég fékk samt að vita hvað allir grísku bókstafirnir hétu, þökk sé grískufræðingnum mínum sem var á staðnum).

eftir að hafa setið og starað á blað á þjóðarbókhlöðunni allt of lengi fór ég að yrkja og hér má sjá afraksturinn.

fólk á þjóðarbókhlöðu
þögnin næstum þrúgandi
þrýtur aldrei.
vinna þeirra vakandi
víkur aldrei.

til að þeim sé trúandi
tölum fyrir
ganga magar gaulandi
görnum fyrir.

skref og annar skrafandi
skýrir ekki
undrun þeirra öskrandi
ýfir ekki.


þá komst ég að því að skáldskapur liggur ekkert betur fyrir mér en stærðfræðin.

þá þótti mér ég vera skjáta og þá gubbaði ég. [ref]


::: posted by anna at 10:50

21.10.03
 
lífið á alþingi
ég missti af því að fara á pallana í alþingi til að fygljast með umræðum utan dagskrár um tónlistarskólana á föstudaginn. hefði farið ef ég hefði vitað, þótt ég væri búin að ráðstafa þessum tíma í magadansæfingar. magadansinn er svokallað ekkigrín, sem ég mun útskýra síðar.

málshefjandi var kolbrún halldórsdóttir (að sjálfsögðu) og talaði yfir fimmtíu prósent þingflokks vg, kolla tvisvar, og sögðu þau bara gáfulega hluti sem má finna hérna. aðrir sögðu annað, margt miður gáfulegt. eftir að hafa lesið umræðurnar er ég á því að tommi olrich sé annað hvort beinlínis heimskur eða rosalega góður í því að þykjast vera heimskur til að koma sér undan ábyrgð.

guðlaugur þór er líka allgjört fífl og plebbi, þið getið lesið það sjálf. framsóknarmaður kom mér þó á óvart. sá heitir guðjón ólafur jónsson og situr fyrir halldór ásgrímsson, og sagði eitt gáfulegt. mér finnst alveg rosalega gaman að því þegar frammarar segja eitthvað gáfulegt. það er þó sjaldgæf ánægja.

ekki er þó hægt að lesa út úr umræðunum að einhver skriður eigi eftir að komast á málið eftir umræðurnar. ég byggi þær grunsemdir á því að ekkert sem tommi frændi sagði í þinginu benti til þess að hann skilji um hvað málið snýst. vonandi fara þó fjölmiðlar að ræða það og þannig eigi hann eftir að skilja það.

::: posted by anna at 12:10

14.10.03
 
ég hlakka svo til
er eðlilegt að maður sé strax byrjaður að hlakka til jólanna? það eru nú ekki nema rétt rúmir tveir mánuðir í þau... ætli það sé til einhver staðall fyrir það hvað sé óeðlilega snemmin tilhlökkun. það myndi að minnsta kosti ekki vera alþjóðlegur staðall. ég skal segja ykkur af hverju.

ég er ennþá að jafna mig eftir þarsíðustu jól. þá átti ég jól í frakklandi. það var skrítið. ég sem er vön að hlusta mikið á jólalög, hugsaði meira að segja fyrir því að taka með mér pottþétt jól þegar ég fór frá íslandi í ágústlok þetta sama ár. frakkar hlusta ekki á jólalög og líta þá sem hlusta á jólalög hornauga, þótt þeir séu skiptinemar. frakkar eru skrítið jólafólk að öðru leyti, fara ekki einu sinni í fín föt á aðfangadag!

eftir þessi jól sem fóru án þess að koma hefur jólaþörf mín verið meiri en venjulega. ég tók meðal annars jólin í fyrra með miklu trompi, skrauti og jólalögum. þörfinni virðist ekki hafa verið fullnægt, eins og snemmbúin tilhlökkun mín núna ber vitni.

ég get samt vel trúað að það sem kom þessu öllu af stað sé að við erum byrjuð að æfa jólaverk í kórnum. það þýðir að svelta jólahjartað mitt fær smjörþefinn af jólunum allt að því þrisvar í viku! það fór líka alveg með það að byrja þar að aukið að spila slá þú hjartans hörpustrengi í hljómsveitinni í síðustu viku.

ég verð samt að passa mig. þegar ég var í sjöunda bekk brann nefninlega jólaeldurinn út áður en þau komu. ég var svo mikið jóla jóla svo snemma að ég var komin með ógeð á jólalögunum, smákökunum og seríunum svona fimm dögum fyrir jól. öllu má nefninlega ofgera.

::: posted by anna at 15:29

13.10.03
 
ljóðaritgerð
ég er núna að skrifa ljóðaritgerð. ástæðan er sú að ég var að blogga og bloggast (nýyrði yfir að eyða tíma í að ráfa um bloggheiminn í leit að ævintýrum) þegar ég átti að vera að skrifa ritgerðina í gær. ég verð eitthvað svo djúp og meyr þegar ég er að skrifa ritgerðir. þá fer ég að hugsa um tilgang lífisins og aðra hluti sem maður á helst ekkert að hugsa um þegar maður er ungur og vitlaus.

skriftir mínar um ljóðabók hafa valdið umtalsverðu tilfinningaróti í lífi mínu. ég varð fyrir áfalli þegar ég
komst að því eftir fyrsta lestur á bókinni (innskot: þá var ég var strax búin að taka ástfóstri við hana) að höfundurinn dó í janúar. þetta reiðarslag olli því að ég missti nánast tengsl við bókina sem var eins konar afleiðing af því að mig skorti löngun til að lesa hana. þá varð ég líka aftur hörð og grunn, eins og allir þeir sem teljast til táninga eiga að vera.

samband mitt við bókina var þó endurreist í gær. inn á milli þess að ég bloggaði og bloggaðist las ég nefninlega minningargreinarnar um þennan mann. þarna sem ég sat og grét á þjóðarbókhlöðunni urðu til ný og sterkari tengsl við bókina og ég er aftur orðin djúp og meyr og tilbúin að skrifa fullt af djúpum og meyrum orðum um ljóðabókina.

hún heitir orð og mál og er eftir björn sigurbjörnsson, bróður karls sigurbjörnssonar, ef fólk er að digga ættfræði. ég mæli þó ekki með henni fyrir unglinga þar sem þeir gætu dottið í þá fúlu gryfju sem ég er í að verða djúpir og meyrir, sem ég ítreka að er eitthvað sem fólk á þessu æviskeiði ætti að forðast.

::: posted by anna at 13:38

12.10.03
 
greinar
þótt ég hafi ekki verið að blogga sérstaklega oft upp á síðkastið hafa birst eftir mig einhverjar skriftir á síðum alnetsins. bendi ég lesendum á grein mína á uvg.vg um vændi, eitthvað sem hefur verið mér mjög hugleikið upp á síðkastið.

vændi er vandamál á íslandi. kynnum okkur hvernig málin standa, meðal annars með því að lesa skýrslu um vændi á íslandi og félagslegt umhverfi þess. ég lofa að enginn á eftir að finnast hann hafa eytt tímanum í að lesa skýrsluna, þótt hún sé kannski löng. hún er löng og jafnframt mögnuð. á stígamót.is er líka ræða margaretu winberg sem er varaforsætisráðherra svíþjóðar, jafnréttismálaráðherra svíþjóðar og mögnuð kona.


::: posted by anna at 13:57
 
endurkoma róttæklings
mér finnst ég vera eitthvað svo róttæk í dag. ég fæ stundum svona daga sem mér finnst ég bara vera róttækari en aðra daga. oftast er ekkert til í því. vegna róttæknistilfinningarinnar ákvað ég þó að blogga róttækt í dag, að minnsta kosti hafa færsluna róttækari en allar færslurnar í október... ekki erfitt þar sem engin önnur færsla er skráð í róttækinskeppnina að þessu sinni og biðst ég afsökunnar á því, svona ef ég er á annað borð að minnast á það.

helgin er búin að vera heldur róttæk eða róttæk í meira lagi. skilgreining fer í raun eftir því á hvaða skala róttæknin er mæld. ég upplifði mig amk dálítið róttækna þegar ég, ásamt breiðholtsdeild önnufélagsins og oddi, fór í byko og keypti efnivið í mótmælaskilti, og enn róttæknari þegar við, ásamt helgu systur, hófumst handa við að saga og negla og mála á skiltin. róttæknifílingurinn stigmagnaðist síðan þegar leið á nóttina, svengdin varð nánast óbærileg og ljósritunarvélin bilaði. fílingurinn náði örugglega sögulegu hámarki kvöldsins þegar við lá að við ugla pissuðum í vaskinn af því að klósettið var læst. hún, breiðholtsdeildin og maísól eru æðislega róttækar og hér með er það komið á netið og orðið opinbert.

mér leið ekki eins róttækt þegar við gengum niður laugaveginn með róttækniafraksturinn á laugardaginn. kannski af því að mér fannst það vera alvarlegt mál og þarft, og róttækni er að sjálfsögðu bara úreld og óþörf vitleysa, eða hvað? myndir af göngunni má finna á heilabúinu, og færi ég mosa innilegar róttæknisþakkir fyrir það, sem og öllum hinum sem létu sig ekki vanta.

::: posted by anna at 13:44

léttmeti
ásta
dagur
dögg
mummi
hafdís
halla
halla
himmi
inga
klúbburinn
sigurgeir
sædís
sölvi
tobbi
tóta
ugla