stúlkan léttmeti13.9.04
 
saga af stúlku - lokaþáttur
einu sinni var stúlka sem hélt úti bloggsíðu þar sem hún skrifaði stundum eitthvað sem henni fannst merkilegt og ómerkilegt. einn daginn frétti hún að bloggið væri dautt og þess vegna fór hún að skrifa stopult á bloggið sitt því hún var tískubóla og vildi ekki eiga á hættu að springa.

stúlkan var líka skipulagsfrík og til að gera allt skipulagt og óafturkræft ákvað hún að jarða bloggið sitt með viðeigandi ráðstöfunum. hún tók út athugasemdakerfið sitt svo hjákátlegir og væmnir einstaklingar gætu örugglega ekki beðið um upprisu hennar eftir dauðann. svo tók hún út alla tenglana nema þá allra uppáhalds til að sál hennar gæti komið við í líki stúlkunnar á fátíðum ferðum um bloggheima.

eftir þetta andaði hún léttar, hristi hausinn og sprakk. í þetta skiptið rís hún ekki upp frá dauðum en kveður í staðinn með kurt og pí. í dauðaslitrunum stundi hún upp einni staðlaðri þakkargjörð; hósíanna og takk fyrir mig, amen.


::: posted by anna at 23:13

léttmeti
ásta
dagur
dögg
mummi
hafdís
halla
halla
himmi
inga
klúbburinn
sigurgeir
sædís
sölvi
tobbi
tóta
ugla